Lífsfærni með Guðna: nám í VALFÆRNI, varanlegri velsæld og auðlegð
Hefst 15.09.2020 ATH: takmarkaður fjöldi
Viltu öðlast frelsi frá oki hugans?
Viltu endalausa orku og áræðni?
Viltu læra að næra og styrkja líkama þinn?
Viltu hanna eigin umgjörð fyrir varanlega velsæld og hamingju?
Viltu vera valfær, viljandi skapari þinna örlaga?
Viltu opinbera tilgang þinn og virkja ástríðu?
Viltu auka heimild þína til að þiggja og vera ást?
Viltu vera þakklát VERA?
Það sem þú færð.
Fyrir áramót:
Bækurnar máttur viljans, athyglinnar og hjartans
Máttur athyglinnar netnámskeið hefst 15. september.
Vakandi netnámskeið hefst 3. nóvemberLífsfærni net tvær mætingar í hópefli og lífsfærni með Guðna 1. og 8. desember
Tveir einkatímar með Guðna á skrifstofu eða á netinu samkvæmt samkomulagi Það sem þú færð.
Eftir áramót:
Máttur hjartans netnámskeið hefst 12. Jan.
Máttur viljans netnámskeið 9. Feb.
Máttur þakklætis netnámskeið og bók 23. Febrúar
Lífsfærni net tvær mætingar í hópefli og lífsfærni með Guðna 27. Maí og 4. Júní
Vermæti tímabilsins er kr. 250.000
Skólaslit.
50% afsláttur á Rope Yoga grunnnámskeið, Glómotion heilrækt og Rope Yoga flæði
Hvað er lífsfærni?
Heilrækt er verkfæri sem Guðni Gunnarsson hefur þróað um árabil og því er ætlað að leiða þig í gegnum ferli þess að uppgötva, velja, ákveða og lýsa yfir þínum tilgangi og skilgreina áform sem þú heitir sjálfum þér að fylgja. Þetta verkfæri gerir þér kleift að vakna til vitundar, verða valfær og uppfylla drauma þína með því að setja þér markmið sem byggjast á tilgangi og sýn. Þessi markmið geta af sér sérstakan, mælanlegan og framkvæmanlegan árangur eftir ákveðinn tíma. Með því að ástunda heilrækt tengirðu hjarta þitt við hugann til að skrá hugsanir, orð og gjörðir sem geta af sér ástríðu, eldmóð og þau tilfinningalegu áhrif sem þarf til að fylla líf þitt allsnægtum og velsæld.
Heilrækt gerir þér kleift að spyrja mikilvægra spurninga um þig, tilvist þína, aðstæður, viðhorf og þrár og vilja. Þessi sjálfsvinna breytir viðhorfum þínum þannig að meira rými verður fyrir einbeittara val sem byggir á því að vera í núinu, í hugsun og ígrundun. Með því að skrá lista yfir möguleika sem leiða af sér velgengni og gnægð lærirðu að finna fyrir því valdi sem felst í ákvarðanatöku. Þú færð leiðbeiningar sem beina þér framhjá óákveðni með því að læra að einbeita þér að ákvarðanatökunni og þannig færðu betur skilið hvað þarf til að ná þeirri niðurstöðu sem þú hefur valið, í vitund, að þú og samferðarmenn þínir hafið hag af. Þú lærir að einbeita þér að ferðinni en ekki áfangastaðnum, en muna samt hvert ferðinni er heitið – þegar þú ert þú ábyrgur, valfær skapari velgengni og allsnægta.