Töfrar leiks og hreyfiþroski
picture 100

Töfrar leiks og hreyfiþroski, námskeið fyrir foreldra og ungbörn í Ropeyogasetrinu.


Uppeldi í vitund – hreyfiþroski – hugleiðsla – jóga

Námskeiðið hefst fimmtudaginn. 6 júní, 2019. Þetta er 4 vikna námskeið á fimmtudögum frá kl. 13:45-15:00. Verð 15.900 kr.
·      Fræðsla og spjall um uppeldi í vitund, virðingarríkt tengslauppeldi og RIE.
·      Leiddar hugleiðslur og einfaldar en öflugar jóga æfingar.
·      Tækifæri til að tengjast öðrum foreldrum í fæðingarorlofi.
·      Já svæði fyrir börn og leikföng á staðnum. Guðrún Birna le Sage er Gló Motion heilræktarkennari, ropeyogakennari, markþjálfi, fimleikaþjálfari og tveggja barna móðir. Á námskeiðum sínum tvinnar hún líkamlega og andlega uppbyggingu saman við fræðslu um núvitund í uppeldi. Guðrún byggir uppeldisfræðslu sína á uppeldi í vitund - með virðingu, trausti og tengslum sem eru grunnstoðir uppeldisnálgunarinnar RIE sem hefur farið sigurför um heiminn að undanförnu. Við þetta tvinnar hún markþjálfun, jógaheimspeki og heimspeki Guðna í Ropeyogasetrinu um mátt athyglinnar, því grunnurinn að góðum uppalanda er að foreldri hlúi að sér til að valda sér í þessu nýja hlutverki.
  
Guðrún Birna le Sage er GlóMotion heilræktarkennari, ropeyogakennari, markþjálfi, fimleikaþjálfari og tveggja barna móðir. Hún er að fara af stað með námskeið fyrir nýbakaða foreldra og ungbörn í Ropeyogasetrinu. Þar mun hún tvinna saman líkamlega og andlega uppbyggingu saman við fræðslu um virðingarríkt, vakandi uppeldi (Yoga heimspeki, Guðnaspeki, RIE, conscious/mindful/respectful parenting). Tíminn er fyrir foreldra og börn. 

Ropeyoga æfingarkerfið er eins og sniðið til að styðja nýjar mæður til líkamlegs jafnvægis á ný að barnsburði loknum og foreldra sem vilja læra um líkamsbeitingu, bæta líkamsstöðu og hlúa að líkama og sál. Hver einasta hreyfing styrkir miðjuna og innri-magavöðvana sem bera okkur uppi í lífinu, við setjum einnig fókus á að ”vekja týnda tröllið” eða vöðvann aftan á lærinu sem á það til að rýrna og sofna á meðgöngu sem og hjá öllu fólki sem situr við vinnu sína. Auk hugleiðslu og öndunaræfinga sem auka rými til að valda sér í þessu nýja hlutverki. 

Tímarnir eru líka hugsaðir sem tengslastund fyrir foreldra sem tengja við virðingarríkt, vakandi uppeldi og vilja tengjast öðrum foreldrum í sömu hugleiðingum. Hópurinn verður með lokaða facebook síðu þar sem þátttakendum gefst kostur á að styðja hvort annað og tengjast, auk þess sem Guðrún Birna mun deila þar efni sem hún byggir umræður og fræðslu í tímunum á. 
Guðrún Birna hefur víðtæka reynslu af því að vinna með fólki með margvíslegan bakgrunn og á öllum aldri. Hún hefur unnið í stöðu markþjálfa, fimleikaþjálfara, íþróttakennara og umsjónakennara sem og fleiri umönnunarstörfum. Hún er með grunn í félagsráðgjöf og hefur sótt námskeið hjá respectfulmom.com, Play Iceland, Teacher Tom og hlotið þjálfun í sáttamiðlun - uppbyggilegri réttvísi (Conflict Resolution). 
Uppeldi, yoga og mannrækt eiga hug hennar allan þessi misserin og deilir hún áhuga sínum á síðunni https://www.ahamoment.is/. Þar tekur hún viðtöl við fyrirmyndir og skapara í samnefndum þáttum sem sýndir eru á síðunni. Hún starfar einnig sem markþjálfi með fókus á foreldra sem vilja stuðning í uppeldishlutverkinu og heldur fyrirlestra um vakandi uppeldi í leikskólum og foreldrahópum.
Prenta
 
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Laugardagur
Sunnudagur
11:00
12:00
13:00
14:00
15:00
16:00
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
13:45 - 15:00
location
Guðrún Birna le Sage Töfrar leiks