MÁTTUR HJARTANS
picture 100
Hefst 21. apríl  2020 til 12. maí

MÁTTUR HJARTANS - Sjáðu Fyrir Þér!

Hvernig gengur? Ertu að nýta Mátt athyglinnar til fulls? Lifirðu lífinu lifandi og í velsæld?

Máttur hjartans, þjálfun í núvitund  og sjónsköpun ­– hefst þriðjudaginn 4. febrúar því það er gott að minna sig á, leiðrétta og vilja sig skilyrðislaust.

Þú veist að þú býrð yfir mættinum til að breyta þínu lífi – enginn annar hefur þann mátt eða vald! 
Leynast enn einhver skilyrði innra með þér?
Forsenda bjartrar framtíðar er listin að sjá fyrir sér – virk og máttug sjónsköpun byggð á heimild velsældar.
 
TRYGGÐU ÞÉR ÞEKKINGUNA:

Að skapa framtíð þína og velsæld – viljandi!
Að fara úr þoku til sýnar inn í farsæld og hamingju!
Að allt sem þú veitir athygli vex og dafnar!
Að öll hamingja byggist á ábyrð og tilgangi!
Að fyrirgefa þér og endurheimta vald þitt!
Að VILJA þig skilyrðislaust og valda þannig lífi þínu!
 
Námskeiðið byggir á bókinni Mætti hjartans og vinnur að markvissri viljandi sjónsköpun og framkvæmd.  Það er ætlað öllum sem vilja opna hjartað og virkja mátt sinn af fullum krafti og hanna áfram líf velsældar og hamingju.

Námskeiðið er fjögur þriðjudagskvöld frá kl. 19:00 til 21:00 í Rope Yoga Setrinu, Garðabæ og kostar kr. 29.900 eða 34.900 með bókinni.

Á námskeiðinu verður farið ítarlega í gegnum ferli sköpunar og framkvæmda og hvernig dyggðir og gildi eru jarðvegur tilgangs okkar; undirstöður sýnar hannaðar sem síðan marka umgjörð markmiða sem upplifast í augnablikinu.  
Tilgangurinn er undirstaða og forsenda ástríðu sem verður að sterkri sýn. Sýnin verður umgjörð markmiða sem gerast í augnablikinu þegar vilji verður að verknaði og framkvæmd.
 
Máttugar eru mættar manneskjur!
Á þessu námskeiði lærir þú að leiðrétta áunnin vana, skilgreina hvað þú vilt, hvernig þú breytir viðhorfi þínu og aflar þér heimildar til að laða að þér allt sem þú vilt!
Hvað vil ég? Hver er ég? Hvert vil ég fara? Hvenær? Hvernig vil ég gera það? Á hvaða forsendum?
Við höfum allt sem við þurfum - núna - til að lifa í friði og fullkominni velsæld. Það eina sem þarf til að breyta öllu er að víkja úr vegi sjálfs þíns og hefja göngu farsældar byggða á skýrri sýn í máttugri vitund.
Máttur hjartans er kraftmikið ferðalag og er ætlað þeim sem vilja sig skilyrðislaust!
 
Skrá mig núna!

1 í viku í 4 vikur
29.900 kr.
Skrá mig
Með bók MH
34.900 kr.
Skrá mig
Prenta
 
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Laugardagur
Sunnudagur
17:00
18:00
19:00
20:00
21:00
22:00
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
19:00 - 21:00
location
Guðni Gunnarsson 02/10 til 16/10
19:00 - 21:00
location
Guðni Gunnarsson 12/03 til 26/03 2019
19:00 - 21:00
location
Guðni Gunnarsson 21/04 til 12/05 2020